Svitahof

Svitahof er athöfn til að hreinsa huga og líkama. Var gefið mannskepnuni í byrjun sem slíkt og verður aldrei annað.

Víkingar sem setust að hér á Íslandi komu með svitahofið með sér eða svo segja þeir er grafa upp það liðna. Allstaðar á landinu, nánnast við öll hús, stóð eitt og sér lítið hringlaga hús, svolítið frá aðalbyggingum. Lítilega grafið niður með eldstæði upp við vegg þar sem hitaðir voru hnefastórir steinar. Dýrafeldir voru notaðir til að hilja húsið á meðan athöfnin fór fram og menn fengu svör við spurningum sínum og vísbendingar um leið sína. Menn lögðust undir feld eins og sagt er. Lýsing á svitahofi er að finna í fornum handritum hér á Íslandi.

Frá Grelutóttum í Arnarfirði eftir fornleifar uppgröft. Hluti af svitahofi og ofn.

Þegar kristni tók yfir Evrópu og Bandaríkin var svitahof og flestar, ef ekki allar, fornar athafnir bannaðar og refsað fyrir að iðka þær. Hér á landi tókst vel upp við að berja niður allt sem kalla má heiðnar athafnir.

Það voru innfæddir í Bandaríkjunum og Kanada sem varðveitu svitahofs athöfnina með því að fara inn í skógana og láta ekki taka þær af sér. Þeir héldu svitahofs athöfninni að mestu út af fyrir sig þar til að shamanar þeirra fóru að fá þau skilaboð að nú yrðu þeir að hleypa öðrum kynstofnum inn sem og þeir gerðu. Álíka og þegar jóga gúrúar Indlands opnuðu fyrir jógað til vestur heimsins sem er önnur gjöf Guðs.

Somp Noh Noh eða Skýjamaðurinn endurfæddi svitahofið á Íslandi þann 19 Maí 1991 við Helgufoss í Mosfellsdal með athöfnum og söngvum sem hann samdi fyrir þetta land. Hann var Lakota af ættbálk Chukchansi. Hann var seiðmaður og höfðingi sýns fólks.

  GARRY JOHN RAVEN (MORNING STAR)  kom í Goðheima svitahof í Kjós og umturnaði lífi þess sem þar lifir. Krummi var staðfastur í þeirri vissu sinni að Íslendingar ættu jafn mikið í sweatinu og frumbyggjar sem lifa vestan við hafið. 

,,Farðu í rætur þínar ! Farði inn í þitt blóð og þar er svitahofið ykkar !”

Hann var frá Hollow Water á austurströnd Winnipegs vatns, Kanada hann tilheyrði Ojibway ættbálknu, sléttu frumbyggjar.

Hvernig tekst til að hreinsa huga og líkama er undir þeim komið sem inn í tjaldið/hofið koma. Mennskan á erfitt með að sleppa því sem er farið og horfa á það sem er að koma. Er í raun hrædd við það ókomna því það er óþekkt.

  Svitahofið kennir þeim sem það þora og vilja að sleppa alveg og treysta því lífið vil allt og öllum vel, ekkert annað.

  Við komum inn í jarðvist sem ljós. Erum algerlega opin og gefum bara ást, getum og kunnum ekkert annað. Frá fyrsta andardrætti sem við tökum er byrjað að kenna okkur þá hluti sem vinna á mótti ljósinu og allir byrja að leggja skuggana yfir ljósið, verja okkur, því að ljósið sem við erum kann ekki á þennan heim. Mennskan hefur þróað þennan heim burt frá okkar sanna. Það sem við köllum “ég” er allt það sem við lærum. Þau eru missmunandi mörg hlutvekin sem hver og einn fer í yfir ævina. Flestir spegill af uppalendum sínum þó fæstir vilji kannist við það.

  Þessum heimi sem við lifum í er stjórnað með óttanum og græðgi. Mennskan er hrædd eins og öll önnur dýr sem eru hér í þessum heimi. Ekki margur sem hefur kjarkinn til að gangast við því en þannig er það samt. Förum í hlutverk þar sem við höldum að aðrir sjá ekki óttann okkar.

  Það er ekki hugsað um hvað er best fyrir hvern og einn einstakling sem þar eru. Oftast er reynt að setja alla í sömu hlutverkin og hæfileikar hvers og eins ekki skoðaðir eða leift að lifa.

  Réttborið frelsi okkar er ekki virt !

  Myrkrið í tjaldinu dimma gefur kost á að endurfæðast. Skilja eftir sársauka og vonbrigði sem okkur hefur verið gefið við að lifa lífinu . Fá nýar hugsanir og þrár.

  Hjalpar mennskuni að vakna til vitundar um að hver og einn sem ferðast hér á jörðu er skapari í sýnu lífi og engin annar. Þegar það lendir kemur frelsi sem við erum alltaf að leita að. Tenging við sanna sjálfið.

  Opinbera ljósið okkar, sálina okkar, kjarnann okkar eða hvað svo sem við köllum okkar sanna sjálf.

  Flestir eru í því veraldlega og vantar alltaf meir og meir. Lifa í skorti.

  Við leitum og leitum af því sem við erum með nú þegar.

  Þurfum bara að þora að opna fyrir þessa stórkostulegu gjöf sem við öll erum. Þurfum að fljúga sem Hrafninn hvíti sem flýgur alltaf einn. Stíga út úr því öryggi sem þekkingin gefur og stökkva inn í óvissuna.  Það er engin nema þú sem getur í raun hjálpað þér. Loka augunum og hlusta. Heyra og fylgja innsæi og hjarta,,,,,þá kemur snerting.